
Tölvuteiknuð mynd af þjónustumiðstöðinni við Kerið í Grímsnesi.
— Tölvuteikning/Arkís
Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hyggst ráðast í uppbyggingu síðar á þessu ári við bæði Kerið í Grímsnesi og Fjaðrárgljúfur á Suðausturlandi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri.
Á báðum stöðum stendur til að byggja þjónustumiðstöð með kaffihúsi, verslun og salernisaðstöðu, og stækka bílastæði.
Áfangastaðirnir tveir eru í eigu Arctic Adventures en fyrirtækið á einnig og rekur Raufarhólshelli skammt frá Þorlákshöfn, íshellinn Into the Glacier í Langjökli og Óbyggðasetrið í Fljótsdal á Austurlandi.
Birta Ísólfsdóttir, framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures, segir að lengi hafi verið mikil umræða um bætta aðstöðu á áfangastöðum og þá einkum salernisaðstöðu. „Það er frábært að sjá þetta núna verða að veruleika.“
Hún segir
...