Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Nú stendur yfir kjördæmavika, sú fyrsta frá alþingiskosningunum í lok nóvember á síðasta ári sem leiddu til sögulegrar myndunar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þingflokkur Viðreisnar nýtir kjördæmavikuna að venju vel. Síðustu daga höfum við gert víðreist um Vesturlandið en vikan er bara rétt hálfnuð og fram undan er spennandi dagskrá á Suðurlandi.

Fyrir ráðherra atvinnuvega er kjördæmavikan ómetanlegt tækifæri til að ræða við fólk víðs vegar að um þau mál sem á því brenna og varða grunnatvinnuvegi okkar. Við hófum vikuna með opnum fundi í golfskála Akraness þar sem við ræddum málefni bæjarins og höfum síðan heimsótt stofnanir og fyrirtæki víðs vegar á Vesturlandi. Við lukum fyrsta degi með frábærum opnum fundi á Hótel Laugabakka þar sem yfir 60 manns mættu víða að til að ræða við þingflokkinn um landsins gagn og nauðsynjar. Mörgum spurningum og athugasemdum var beint að mér

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson