Karlalið Fjölnis í knattspyrnu, sem leikur í 1. deild, missti lykilmann úr vörn sinni í gær þegar Baldvin Þór Berndsen gekk til liðs við ÍA. Í staðinn fékk Fjölnir hins vegar tvo miðverði, Hilmar Elís Hilmarsson kom í láni frá ÍA og svo kom…
Grafarvogur Brynjar Gauti Guðjónsson fer í 1. deildina hjá Fjölni.
Grafarvogur Brynjar Gauti Guðjónsson fer í 1. deildina hjá Fjölni. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Karlalið Fjölnis í knattspyrnu, sem leikur í 1. deild, missti lykilmann úr vörn sinni í gær þegar Baldvin Þór Berndsen gekk til liðs við ÍA. Í staðinn fékk Fjölnir hins vegar tvo miðverði, Hilmar Elís Hilmarsson kom í láni frá ÍA og svo kom reynsluboltinn Brynjar Gauti Guðjónsson til Fjölnismanna frá Fram. Brynjar hefur leikið í fjórtán ár samfellt í efstu deild með ÍBV, Stjörnunni og Fram og á 240 leiki að baki í deildinni.