Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit rak augun í fyrirsögn á Vísi, þar sem hópi arkitekta ofbýður hvað Reykjavík er orðin ljót. Honum kom strax í hug vísa: Borgin forljót þykir þeim, þessa frétt nú rýnum, eflaust ber hún einhvern keim af íbúunum sínum

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit rak augun í fyrirsögn á Vísi, þar sem hópi arkitekta ofbýður hvað Reykjavík er orðin ljót. Honum kom strax í hug vísa:

Borgin forljót þykir þeim,

þessa frétt nú rýnum,

eflaust ber hún einhvern keim

af íbúunum sínum.

Minnir þetta óneitanlega á fleyga vísu eftir Flosa Ólafsson, sem hann orti einhverju sinni á suðurleið þegar honum varð litið út um afturglugga bifreiðarinnar og við blasti Eyjafjörður á fögrum vordegi:

Frá Akureyri er um það bil

ekki neins að sakna.

Jú! – Þar er fagurt þangað til

...