
Karl Viðar Marmundsson fæddist á Bólstað í Austur-Landeyjum 2. september 1937. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli Hvolsvelli 15. febrúar 2025.
Foreldrar hans voru Marmundur Kristjánsson, f. 14. júní 1914, d. 2. ágúst 1972, frá Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum og Aðalheiður Kjartansdóttir frá Bólstað í Austur-Landeyjum, f. 2. október 1917, d. 27. júní 2017. Þau voru lengst af bændur á Svanavatni í Austur-Landeyjum.
Systkini Viðars eru: Óskírður bróðir, f. 5. desember 1939, d. sama dag, Bragi Héðinn, f. 22. júlí 1941, d. 5. júlí 1942, Anna Hjördís, f. 16. ágúst 1943, gift Ingva Ágústssyni, Gunnar Birgir, f. 1. október 1945, kvæntur Guðrúnu Óskarsdóttur og Ingibjörg, f. 2. september 1948.
Viðar ólst upp í Syðri-Úlfsstaðahjáleigu til átta ára aldurs, þaðan flutti fjölskyldan
...