— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

„Kafbáturinn USS Delaware var í þjónustuheimsókn í Eyjafirðinum, til að taka kost og fleira og skipta um hluta af áhöfninni,“ sagði Auðunn Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, við Morgunblaðið í gær.

„Þetta er kjarnorkuknúinn kafbátur og það eru mjög stífar öryggisreglur sem við fylgjum í svona heimsóknum. Varðskipið Freyja hitti hann hér fyrir utan Eyjafjörðinn og fylgdi honum inn fjörðinn þar sem hann fékk þessa þjónustu,“ sagði Auðunn.

Hann sagði að þótt kafbáturinn væri kjarnorkuknúinn bæri hann ekki kjarnorkuvopn. „Þetta er sjöunda heimsóknin sem við fáum og er hluti af okkar framlagi til öryggis- og varnarmála NATO.“