Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna, 2025 voru opinberaðar í gær. Kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks hlýtur flestar tilnefningar eða 13 talsins. Hún er meðal annars tilnefnd sem mynd ársins, fyrir leikstjórn,…

Snerting Egill Ólafsson er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Snerting sem Baltasar Kormákur leikstýrir.
Tilnefningar
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna, 2025 voru opinberaðar í gær. Kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks hlýtur flestar tilnefningar eða 13 talsins. Hún er meðal annars tilnefnd sem mynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku, tónlist, leikmynd, búninga og leik. Næstflestar tilnefningar hlýtur kvikmyndin Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar eða 12 samtals. Myndin er meðal annars tilnefnd sem mynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, klippingu og leik. Þar á eftir kemur kvikmyndin Ljósvíkingar með samtals níu tilnefningar. Hún er meðal annars tilnefnd sem mynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit og tónlist.
Í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda-
...