
2024 YR4 Mynd af loftsteininum.
Líkurnar á að loftsteinn á stærð við fótboltavöll rekist á jörðina árið 2032 eru nú taldar vera í kringum 0,001 af hundraði. Þetta tilkynnti Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í gær.
Loftsteinninn greindist í desember og hlaut nafnið 2024 YR4. Hann er talinn vera 40-90 metrar á breidd og gæti jafnað heila borg við jörðu.
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hafði reiknað út að 3,1% líkur væru á að hann lenti á jörðinni og ESA hafði áður sagt að þær væru 2,8%. Gefin var upp dagsetningin 22. desember 2032.
Með nýjum athugunum hefur tekist að gera nákvæmari útreikninga og er nú nánast útilokað að loftsteinninn lendi á jörðinni. Áfram verður þó fylgst með steininum.