
Bjarni Már Magnússon
Fyrir nokkrum dögum hófst nýtt tímabil í sögu Evrópu. Pax Americana – hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkin hafa veitt álfunni – gufaði upp. Ísland hefur allt frá 1941 reitt sig á varnir Bandaríkjanna, þar sem aðildin að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og varnarsamningurinn frá 1951 hafa gegnt lykilhlutverki. Síðustu ár hefur íslenska ríkið lagt meira til öryggis- og varnarmála, en á mjög langt í land með að ná viðmiðum annarra aðildarríkja NATO.
Óstöðugleiki
Sú heimsmynd sem Ísland hefur grundvallað öryggis- og varnarmál sín á hefur tekið stakkaskiptum. Bandaríkin hafa í auknum mæli dregið úr áherslu sinni á öryggi Evrópu og beina nú sjónum sínum að Kyrrahafi og Asíu. Við það bætist pólitískur óstöðugleiki innan Bandaríkjanna, sem veldur óvissu um langvarandi skuldbindingar þeirra
...