Snjallsímar verða bannaðir í skólum í Danmörku nái nýtt frumvarp Mattias Tesfaye menntamálaráðherra Danmerkur fram að ganga. „Við höfum ákveðið að veita stuðning stjórnarinnar við þessa hugmynd og þess vegna höfum við hafist handa við að…
Snjallsímar verða bannaðir í skólum í Danmörku nái nýtt frumvarp Mattias Tesfaye menntamálaráðherra Danmerkur fram að ganga.
„Við höfum ákveðið að veita stuðning stjórnarinnar við þessa hugmynd og þess vegna höfum við hafist handa við að undirbúa breytingu á lögunum,“ sagði Tesfaye í viðtali við dagblaðið Politiken.
Frumvarpið er ekki fullbúið, en gert er ráð fyrir að snjallsímar og spjaldtölvur verði ekki leyfð í skólum, hvorki í frímínútum né kennslustundum.