Reiknast honum til að Ísland hefði sem ESB-ríki þurft að greiða 35-50 milljarða árlega til sjóða sambandsins miðað við reglur undanfarinna ára. Sé miðað við 40 milljarða samsvari það um 100 þúsund krónum á hvern landsmann.

Evrópumálin eru aftur komin á dagskrá en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu skuli fara fram eigi síðar en árið 2027.

Fyrir alþingiskosningarnar síðastliðið haust mátti heyra ákall um upptöku evru. Sagt var að evran myndi lækka íbúðalánakostnað heimilanna en vaxtalækkunarferlið var þá nýhafið. Rifjaðist þá upp sams konar málflutningur og eftir efnahagshrunið 2008.

Umræðan á villigötum

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, telur umræðu um meinta kosti aðildar að Evrópusambandinu um margt á villigötum.

Ragnar gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum sínum í fyrirlestrinum „Efnahagslegar staðreyndir

...