„Lífið er ljúft eftir lögguna,“ segir Berglind Eyjólfsdóttir, sem er komin á eftirlaun og hefur nóg að gera við að njóta lífsins, aðstoðar meðal annars frænku sína í Galleríinu á Skólavörðustíg 20 í Reykjavík einn dag í viku að jafnaði
Löggur Feðginin Berglind og Eyjólfur sundkappi 1978.
Löggur Feðginin Berglind og Eyjólfur sundkappi 1978.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

„Lífið er ljúft eftir lögguna,“ segir Berglind Eyjólfsdóttir, sem er komin á eftirlaun og hefur nóg að gera við að njóta lífsins, aðstoðar meðal annars frænku sína í Galleríinu á Skólavörðustíg 20 í Reykjavík einn dag í viku að jafnaði. „Ég hef gaman af list,“ útskýrir hún.

Berglind starfaði hjá Lögreglunni í Reykjavík í um 42 ár, 1978 til 2020, lengst af sem rannsóknarlögreglukona, og í fyrra var hún, fyrst kvenna, sæmd gullmerki Landssambands lögreglumanna fyrir störf að félagsmálum. „Lengi vel var ég eina konan sem tók þátt í félagsmálum fyrir hönd lögreglumanna og það er alltaf ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir það sem gert er.“

Allt nema sjósund

...