Við Sjálfstæðismenn erum í dauðafæri að kjósa formann sem mun efla flokkinn til fyrri styrks og getur kveðið niður deilur innan hans.
Erlendur Ingvarsson
Erlendur Ingvarsson

Erlendur Ingvarsson

Ég reifaði það á fundi með stuðningsmönnum Guðrúnar Hafsteinsdóttur nýverið að mér þætti illa komið fyrir mínum gamla flokki. Kjörfylgi hans væri óviðunandi og erfitt væri að sjá á bak öllu því góða fólki sem hætt hefur stuðningi við hann og jafnvel gengið til liðs við aðra flokka. Þar veit ég að margir eru mér sammála.

Við Sjálfstæðismenn erum í dauðafæri að kjósa nýjan formann sem mun efla flokkinn til fyrri styrks. Það tónar við mínar tilfinningar um eðli og gildi Sjálfstæðisflokksins að við stjórn hans sé fólk sem hefur dýrmæta reynslu af eigin rekstri, hefur komið að stjórn öflugra félagasamtaka og sýnt verulegan styrk í stuttri dvöl sinni á sviði stjórnmálanna. Þá finnst mér ekki síður mikilvægt, eftir hrunadans tveggja fylkinga innan flokksins, að fram sé kominn leiðtogi sem getur kveðið niður deilur og aukið þannig veg

...