Eitt af mínum uppáhaldsorðum er „herpitútta“ og hefur verið allt frá því ég sá orðið fyrst á prenti, í Ljósvaka árið 2013. Samstarfskona mín skrifaði þá um herpitúttuna Martin lækni í þáttunum Doc Martin
Herptur Dr. Martin, leikinn af Martin Clunes.
Herptur Dr. Martin, leikinn af Martin Clunes.

Helgi Snær Sigurðsson

Eitt af mínum uppáhaldsorðum er „herpitútta“ og hefur verið allt frá því ég sá orðið fyrst á prenti, í Ljósvaka árið 2013. Samstarfskona mín skrifaði þá um herpitúttuna Martin lækni í þáttunum Doc Martin. Læknir þessi er ein skondnasta persóna sem sést hefur í sjónvarpi, stífur með endemum og greinilega á einhvers konar rófi. Hann er gersneyddur skopskyni og honum er ómögulegt að brosa eða slá á létta strengi. Það kemur sér illa þegar hann þarf að sinna sjúklingum alla daga sem botna ekkert í honum.

Ofanritaður á það til að fá skrítna hluti á heilann og ein furðan er orðið herpitútta. Túttan hefur rifjast upp reglulega og um leið spurt: Hvar er Martin læknir og af hverju er enginn að tala um herpitúttur? Fésbókarsíðan „Skemmtileg íslensk orð“ fjallar um slíkar túttur

...