Tryggvi Snær Hlinason er einn af fimm leikmönnum sem FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, tilnefnir í kjöri á besta leikmanni síðustu umferðar undankeppni EM. Tryggvi skoraði 13 stig, tók 11 fráköst og átti 4 stoðsendingar þegar Ísland tryggði sér …

Lykilmaður Tryggvi Snær Hlinason lék mjög vel gegn Tyrkjum.
— Ljósmynd/FIBA
Tryggvi Snær Hlinason er einn af fimm leikmönnum sem FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, tilnefnir í kjöri á besta leikmanni síðustu umferðar undankeppni EM. Tryggvi skoraði 13 stig, tók 11 fráköst og átti 4 stoðsendingar þegar Ísland tryggði sér sæti á EM með sigrinum á Tyrkjum á sunnudagskvöldið. Kevin Larsen frá Danmörku, Oliver Nkamhoua frá Finnlandi, TJ Shorts frá N-Makedóíu og Mario Hezonja frá Króatíu eru einnig tilnefndir.