Einhverjir kunna að segja að með fækkun banka á samkeppnismarkaði sé ekki gefið að ávinningurinn skili sér til lántakenda.
Ari Teitsson
Ari Teitsson

Ari Teitsson

Settar hafa verið fram hugmyndir um sameiningu Arion banka og Íslandsbanka.

Verði af sameiningunni telja greinendur líklegt að hægt sé að fækka bankastarfsmönnum töluvert eða sem nemur 435-685 ársverkum og kostnaður við hvert ársverk sé 20-22 milljónir. Þótt farið sé gætilega í útreikningum og reiknað með 500 ársverka fækkun og 20 milljóna kostnaði á starfsmann nemur árlegur sparnaður þó 10 milljörðum. Þá er ótalinn annar sparnaður við sameiningu sem gæti verið um fimm milljarðar.

Væri ætlaður 15 milljarða árlegur sparnaður nýttur til að lækka vexti 20.000 íbúðalána (svara til lána út á allar nýjar íbúðir næstu 5-7 ár) gæti árlegur vaxtakostnaður vegna hverrar íbúðar lækkað um 750.000 krónur, sem auðveldaði mörgum að eignast þak yfir

...