Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Samfylkingin hefur boðað til landsfundar dagana 11. og 12. apríl, en áður boðuðum landsfundi síðastliðið haust var frestað vegna alþingiskosninga. Landsfundurinn fer fram í kvikmyndaverinu Stúdíó Fossaleyni í Grafarvogi.

Kosning landsfundarfulltrúa mun fara fram innan aðildarfélaganna 10.-20. mars. Allir félagar í Samfylkingunni, jafnaðarflokki Íslands og aðildarfélögum hennar geta óskað eftir sæti á landsfundum með málfrelsi og tillögurétti.

Auk hefðbundinna landsfundarstarfa og kjörs í embætti liggja fyrir fundinum drög að uppfærðri stefnu flokksins. Þau má finna á xs.is, en skila má inn breytingatillögum til stjórnar til miðnættis hinn 14. mars. andres@mbl.is