Merkel-áhrifin réðu því miður miklu um kosningaúrslitin í Þýskalandi

Systurflokkar kristilegra demókrata í Þýskalandi, CDU/CSU, eru augljósir sigurvegarar kosninganna þar í landi um liðna helgi. Fylgi þeirra var 28,5% og langt fyrir ofan næsta flokk, Valkost fyrir Þýskaland, AfD, að ekki sé talað um flokk núverandi kanslara, Jafnaðarmannaflokkinn, SPD, sem hlaut aðeins 16,4% og hefur aldrei áður verið svo hart leikinn.

En þó að CDU/CSU hafi unnið góðan sigur á flesta hefðbundna mælikvarða, einkum annarra landa, var sigurinn í raun einnig vonbrigði fyrir flokkinn. Úrslitin voru að vísu í ágætu samræmi við kannanir, en fram hjá því verður ekki litið að þetta er þrátt fyrir allt næstversta útkoma flokksins frá upphafi. Aðeins í kosningunum 2021 hlaut hann minni stuðning, eða 24,1%, litlu minna en SPD fékk þá.

Þetta er mjög umhugsunarvert, en fleira vekur athygli í þessum kosningum. Þar má nefna að líkt

...