
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Ég sé mikinn leiðtoga í Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hún er röggsöm og ákveðin, föst á sínu og veit hvað hún vill. Í aðdraganda komandi landsfundar hefur hún í máli sínu sýnt hversu skarpa og skýra sýn hún hefur á framtíð Sjálfstæðisflokksins og hlutverk sitt við að byggja hann upp á ný. Í samtölum við mína félaga á undanförnum dögum má heyra að þeir eru, líkt og ég, henni sammála og það er eins og það sé að myndast neisti á ný innan flokksins. Fólk finnur að það er breyting fram undan, vor í lofti. Þetta finnst mér afar jákvætt enda þykir mér vænt um minn gamla flokk og vil vegsemd hans sem mesta. Guðrún stóð sig mjög vel sem ráðherra en það er auðheyrt á hennar tón að hún hefur nú fengið ákveðið frelsi til að tjá sig um stefnumál og stöðu flokksins. Málflutningur hennar byggist á þeirri tilfinningu sem mótast í huga fólks sem öðlast hefur reynslu af vettvangi atvinnulífsins
...