Í kvöld verður því fagnað í veislusalnum í gamla Símahúsinu við Austurvöll að 110 ár eru liðin frá stofnun Félags íslenskra símamanna. Í dag tilheyrir félagið Rafiðnaðarsambandi Íslands. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson segir sögu félagsins áhugaverða á margan hátt
Símstöð Gísli J. Ólafsson fylgist með bæjarsímastúlkum að störfum. Þar voru símtöl tengd saman handvirkt.
Símstöð Gísli J. Ólafsson fylgist með bæjarsímastúlkum að störfum. Þar voru símtöl tengd saman handvirkt. — Ljósmynd/Félag íslenskra símamanna

Sviðsljós

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Í kvöld verður því fagnað í veislusalnum í gamla Símahúsinu við Austurvöll að 110 ár eru liðin frá stofnun Félags íslenskra símamanna. Í dag tilheyrir félagið Rafiðnaðarsambandi Íslands. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson segir sögu félagsins áhugaverða á margan hátt. „Þetta er félag sem braut blað á mjög mörgum sviðum, bæði í verkalýðssögunni og tæknisögunni. Félagið er í rauninni fyrsta stéttarfélag opinberra starfsmanna og það á tímum þar sem óljóst var hvort slíkt væri í boði,“ segir Stefán þegar Morgunblaðið hefur samband við hann, og bendir á að stofnmeðlimir hafi verið drifnir áfram af miklum áhuga á fjarskiptum og tæknibreytingum. Drifkrafturinn hafi því ekki endilega verið kjaramálin til að byrja með.

„Hvatinn

...