
Sviðsljós
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Í kvöld verður því fagnað í veislusalnum í gamla Símahúsinu við Austurvöll að 110 ár eru liðin frá stofnun Félags íslenskra símamanna. Í dag tilheyrir félagið Rafiðnaðarsambandi Íslands. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson segir sögu félagsins áhugaverða á margan hátt. „Þetta er félag sem braut blað á mjög mörgum sviðum, bæði í verkalýðssögunni og tæknisögunni. Félagið er í rauninni fyrsta stéttarfélag opinberra starfsmanna og það á tímum þar sem óljóst var hvort slíkt væri í boði,“ segir Stefán þegar Morgunblaðið hefur samband við hann, og bendir á að stofnmeðlimir hafi verið drifnir áfram af miklum áhuga á fjarskiptum og tæknibreytingum. Drifkrafturinn hafi því ekki endilega verið kjaramálin til að byrja með.
„Hvatinn
...