„Það er tvennt sem ég var að hugsa um þegar ég ákvað að vera með námskeið fyrir fólk sem vill endurnýja samband sitt við kristna trú,“ segir séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur við Kópavogskirkju, en hann stendur fyrir námskeiðinu…

Kópavogskirkja Séra Grétar Halldór Gunnarsson stendur fyrir námskeiðinu Líf í trú í Kópavogskirkju alla miðvikudaga í mars.
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Það er tvennt sem ég var að hugsa um þegar ég ákvað að vera með námskeið fyrir fólk sem vill endurnýja samband sitt við kristna trú,“ segir séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur við Kópavogskirkju, en hann stendur fyrir námskeiðinu Líf í trú sem verður haldið alla miðvikudaga frá 5. mars til 16. apríl í kirkjunni.
„Annars vegar er það vaxandi áhugi fólks á trúnni sem við höfum fundið fyrir, og hins vegar það að okkur langar að skapa góðan farveg fyrir það fólk sem vill staðfesta trú sína með einhverjum hætti og hefur kannski ekki haft vettvang til þess fyrr en núna.“
Íhugun á föstunni
Grétar Halldór segir algengt erlendis að fólk staðfesti trú sína, ekki síst
...