
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Grímur Pálsson, sá er var sýslumaður á Möðruvöllum í Hörgárdal snemma á 16. öld, og Helga Narfadóttir kona hans eru fólk sem allir Íslendingar eiga að geta rakið ættir sínar til. Þetta leiða í ljós rannsóknir sem Friðrik Skúlason, tölvunar- og ættfræðingur, hefur gert með samkeyrslu margvíslegra gagna. Friðrik er einn þeirra sem standa að Íslendingabók.is; ættfræðigrunninum þar sem landsmenn geta séð tengsl sín við mann og annan.
Faðir þjóðar
Því hefur oft verið haldið fram að allir sem eiga djúpar rætur á Íslandi geti rakið sig til Jóns Arasonar Hólabiskups (1484-1550). Sá gæti í raun með sóma borið réttnefnið: faðir þjóðar. Sem dæmi má nefna að sá sem þetta skrifar, fæddur árið 1971, er í 14. lið afkomandi biskupsins, sem eins og kunnugir
...