Áslaug sér tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í því að vera í stjórnarandstöðu.
Ágústa Guðmundsdóttir
Ágústa Guðmundsdóttir

Ágústa Guðmundsdóttir

Sjálfstæðismenn velta eflaust fyrir sér hvaða eiginleikum framtíðarleiðtogi flokksins þarf að vera gæddur.

Byggt á áratuga reynslu minni úr háskólastarfi, nýsköpun og atvinnulífi veit ég að sterkur leiðtogi í síbreytilegum heimi þarf að hafa marga samverkandi eiginleika. Undir þá falla m.a. þekking, kjarkur, víðsýni, skapandi hugsun, seigla og úthald.

Í því samhengi hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og verða vitni að því hversu farsællega hún hefur tekist á við erfið og ögrandi verkefni í lífi og starfi sem stjórnmálamaður. Hún hefur ríkan vilja til að læra af öðrum og er fljót að tileinka sér nýja þekkingu. Hún hefur tekið til hendinni með sjálfstrausti og festu.

Áslaug hefur einstaka trú

...