Sú gæti orðið niðurstaðan að Íslendingar tækju yfir þau 479 tonn af loðnu sem komu í hlut Norðmanna af útgefnu aflamarki í loðnu, enda er ljóst að Norðmenn geta ekki nýtt sér þann kvóta sem kom í þeirra hlut af þeim 8.589 tonnum af loðnu sem heimilað var að veiða eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Sú gæti orðið niðurstaðan að Íslendingar tækju yfir þau 479 tonn af loðnu sem komu í hlut Norðmanna af útgefnu aflamarki í loðnu, enda er ljóst að Norðmenn geta ekki nýtt sér þann kvóta sem kom í þeirra hlut af þeim 8.589 tonnum af loðnu sem heimilað var að veiða eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í samtali við Morgunblaðið, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eiga Norðmenn rétt á að veiða fyrrgreint magn úr þeim skammti sem heimilt er að veiða á vertíðinni.

Tonnin sem komu í hlut Norðmanna eru þannig til komin að á síðustu loðnuvertíð á Íslandsmiðum veiddu íslensku skipin 1.915 tonn umfram sínar veiðiheimildir og þurfa að endurgreiða Grænlendingum og Norðmönnum þeirra hlutdeild í umframaflanum. Hlutur Norðmanna af þeim skammti eru fyrrgreind 479 tonn, en þar sem Norðmenn geta ekki veitt

...