„Staðan í fuglaflensufaraldrinum hér er að við erum enn að sjá smit í grágæsum, en fugladauði er minni og aðeins örfá hræ sem verið er að tilkynna í hverri viku,“ segir Þóra Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá MAST
Grágæsir Fuglaflensusmit hérlendis hefur mest greinst í grágæsum.
Grágæsir Fuglaflensusmit hérlendis hefur mest greinst í grágæsum. — Morgunblaðið/Hari

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Staðan í fuglaflensufaraldrinum hér er að við erum enn að sjá smit í grágæsum, en fugladauði er minni og aðeins örfá hræ sem verið er að tilkynna í hverri viku,“ segir Þóra Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá MAST.

„Það er ennþá smit í gangi en smitálagið virðist minna,“ segir Þóra og bendir á að köttur hafi smitast af fuglainflúensu á Austfjörðum þrátt fyrir að ekki hafi verið tilkynnt til Matvælastofnunar um dauða fugla á svæðinu. „Við teljum líkurnar á smiti hafa minnkað en einhver áhætta er þó til staðar, svo það verður að vera hvers kattareiganda að meta hvort einhver áhætta sé tekin.“

Þóra segir að afbrigðið af fuglainflúensuveirunni H5N5, sem hefur greinst undanfarið hérlendis, hafi aldrei greinst

...