
— AFP/Almannavarnir Úkraínu
Slökkviliðsmenn berjast hér við eld sem kviknaði í íbúðabyggingu í fyrrinótt eftir drónaárás Rússa á bæinn Krjúkívsjstjína í nágrenni Kænugarðs. Að minnsta kosti einn féll og fjórir særðust í Úkraínu um nóttina eftir drónaárás Rússa, og var hinn látni úkraínsk blaðakona.
Rússar sendu 177 dróna af ýmsum gerðum til árásarinnar og náðu loftvarnir Úkraínu að skjóta niður 110 þeirra.
Úkraínuher gerði einnig stóra drónaárás á Rússland og Krímskaga um nóttina, og sagði rússneska varnarmálaráðuneytið að loftvarnir Rússa hefðu skotið niður 128 dróna. Er þetta ein stærsta drónaárás Úkraínumanna á Rússland frá upphafi innrásarinnar og beindist hún einkum að olíuiðnaði og hafnarmannvirkjum Rússa við Svartahaf.