Inga Sæland hefur einsett sér að útrýma fátækt á Íslandi. Það var því vel til fundið að byrja á Ragnari Þór Ingólfssyni, þingmanni Flokks fólksins og fv. formanni VR. Eitthvað fer það örlæti VR að leysa formanninn fyrrverandi út með 10 milljóna…
Inga Sæland
Inga Sæland

Inga Sæland hefur einsett sér að útrýma fátækt á Íslandi. Það var því vel til fundið að byrja á Ragnari Þór Ingólfssyni, þingmanni Flokks fólksins og fv. formanni VR.

Eitthvað fer það örlæti VR að leysa formanninn fyrrverandi út með 10 milljóna króna skilnaðargjöf öfugt í suma, sem skilja ekki af hverju biðlaunaréttindi virkjast þegar hann bíður einskis, heldur er þvert á móti prýðilega launaður á Alþingi.

Ragnar Þór útskýrði að hann og eiginkonan hefðu ákveðið að þiggja þetta lítilræði og setja í „neyðarsjóð fjölskyldunnar“ enda atvinnuöryggi í framtíðinni óvíst. Bíða hans þó önnur biðlaun á biðlaun ofan þegar hann fer af þingi.

Yfir þessu hafa ýmsir bölsótast á félagsmiðlum, en atkvæðamenn í verkó hafa líka fundið að þessu. Einn skrifaði undir

...