
Inga Sæland hefur einsett sér að útrýma fátækt á Íslandi. Það var því vel til fundið að byrja á Ragnari Þór Ingólfssyni, þingmanni Flokks fólksins og fv. formanni VR.
Eitthvað fer það örlæti VR að leysa formanninn fyrrverandi út með 10 milljóna króna skilnaðargjöf öfugt í suma, sem skilja ekki af hverju biðlaunaréttindi virkjast þegar hann bíður einskis, heldur er þvert á móti prýðilega launaður á Alþingi.
Ragnar Þór útskýrði að hann og eiginkonan hefðu ákveðið að þiggja þetta lítilræði og setja í „neyðarsjóð fjölskyldunnar“ enda atvinnuöryggi í framtíðinni óvíst. Bíða hans þó önnur biðlaun á biðlaun ofan þegar hann fer af þingi.
Yfir þessu hafa ýmsir bölsótast á félagsmiðlum, en atkvæðamenn í verkó hafa líka fundið að þessu. Einn skrifaði undir
...