Sjálfstæðismenn hvaðanæva af landinu drífur nú til Reykjavíkur, en á morgun hefst landsfundur þeirra í Laugardalshöll, langstærsta reglulega stjórnmálasamkunda landsins. Um 2.100 manns hafa seturétt á fundinum og er búist við fullri mætingu

Forysta Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður flokksins, eftir endurkjör hans á síðasta landsfundi árið 2022.
— Morgunblaðið/Eggert
Baksvið
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Sjálfstæðismenn hvaðanæva af landinu drífur nú til Reykjavíkur, en á morgun hefst landsfundur þeirra í Laugardalshöll, langstærsta reglulega stjórnmálasamkunda landsins. Um 2.100 manns hafa seturétt á fundinum og er búist við fullri mætingu.
Að þessu sinni er meginverkefni fundarins þó að velja flokknum nýja forystu, en sem kunnugt er sækjast hvorki Bjarni Benediktsson formaður né Þórdís K. R. Gylfadóttir varaformaður eftir endurkjöri.
Fylkingar takast á
Til formanns hafa boðið sig fram þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir. Ekki er teljandi skoðanamunur á þeim, en segja má að þær séu fulltrúar sitt
...