Síðustu ár hafa orðið byltingarkenndar breytingar á öllu okkar upplýsingaumhverfi frá því sem þekktist fram að innreið netvæðingar og samfélagsmiðla.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Á tímum örra breytinga og tækniþróunar sem við nú lifum er upplýsingaóreiða raunveruleg ógn við lýðræði, mannréttindi og ýmis grundvallargildi í samskiptum manna. Á síðustu árum hafa orðið byltingarkenndar breytingar á öllu okkar upplýsingaumhverfi frá því sem þekktist fram að innreið netvæðingar og samfélagsmiðla. Meðal þess sem breyst hefur er að stórir hópar fólks sem starfa við miðlun upplýsinga gera það með allt öðrum hætti en áður var. Fjölmiðlun og fréttaflutningur er ekki lengur eingöngu í höndum „blaðamanna“ eða viðurkennds fjölmiðlafólks heldur hafa ýmsar upplýsingaveitur, almannatenglar, áróðursmeistarar og áhugafólk leyst þann hóp af hólmi.

Við þær aðstæður verður æ brýnna að fólk eigi kost á að afla sér menntunar í samskiptum og upplýsingamiðlun án þess að um eiginlegt fjölmiðlunarnám sé að

...