Nýr kjarasamningur kennara við ríki og sveitarfélög gildir út marsmánuð 2028 og felur í sér 24% launahækkanir á fjögurra ára tímabili. Þá náðu kennarar inn forsenduákvæðinu sem lengi stóð styr um, en það gerir þeim kleift að segja upp samningnum á…
Vöfflur Glaðst eftir að samningar náðust í fyrrakvöld í Karphúsinu.
Vöfflur Glaðst eftir að samningar náðust í fyrrakvöld í Karphúsinu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Nýr kjarasamningur kennara við ríki og sveitarfélög gildir út marsmánuð 2028 og felur í sér 24% launahækkanir á fjögurra ára tímabili. Þá náðu kennarar inn forsenduákvæðinu sem lengi stóð styr um, en það gerir þeim kleift að segja upp samningnum á tímabilinu séu forsendur hans brostnar, en þó ekki fyrr en í fyrsta lagi 1. mars 2027.

Útslagið var tillaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að forsendunefnd yrði sett á laggirnar við þær aðstæður, þar sem leita þarf þrautalausna áður en hægt er að segja upp samningi. Þegar kennarar samþykktu það var hægt að skrifa undir samninginn og ljúka þar með fimm mánaða deilum.

Kennarar fá 8% launahækkun strax eftir að bráðabirgðamat var gert á algengustu störfum kennara. „Það er líka þannig að ef menn eru með ákveðnar yfirborganir í dag, þá lækka þessi 8 prósent líka. Þá dregst það

...