Mokkamús Litafyrirtækið Pantone gefur út lit ársins á hverju ári og á liturinn að endurspegla tískustrauma og tíðaranda hvers árs fyrir sig þvert á lönd og þjóðir. Þeir sem velja lit ársins eru stórt net hönnuða og litasérfræðinga á vegum fyrirtækisins
Hermés
Hermés

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Mokkamús Litafyrirtækið Pantone gefur út lit ársins á hverju ári og á liturinn að endurspegla tískustrauma og tíðaranda hvers árs fyrir sig þvert á lönd og þjóðir. Þeir sem velja lit ársins eru stórt net hönnuða og litasérfræðinga á vegum fyrirtækisins. Litur ársins 2025 er mokkamús og er honum strax farið að bregða fyrir í fatnaði hjá stærstu tískuhúsum heims. Liturinn er blanda af ljósu súkkulaði og kaffi og tekur við af dökkbrúna litnum sem var vinsæll á síðasta ári.

Smjörgulur Ef fólk er orðið leitt á drapp- og kamellitum sem hafa verið þeir vinsælustu síðustu ár þá skal taka eftir þeim smjörgula. Hann hefur læðst fram á sjónarsvið tískunnar síðustu árstíðir og er ekki á förum. Þetta er ekki gulur, sem margir hræðast, heldur mjög daufur tónn af

...