Bann Arne Slot þarf að fylgjast með úr áhorfendastúkunni.
Bann Arne Slot þarf að fylgjast með úr áhorfendastúkunni. — AFP/Glyn Kirk

Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna framkomu við Michael Oliver dómara eftir leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir skömmu. Hann var jafnframt sektaður um 70 þúsund pund, eða 12,7 milljónir króna. Aðstoðarmaður hans, Johnny Heitinga, stýrði því liði Liverpool af hliðarlínunni gegn Newcastle í gærkvöld og gerir það líka í heimaleik gegn Southampton 8. mars.