Gamla bíó Hliðarspor ★★★★★ Tónlist: Þórunn Guðmundsdóttir. Texti: Þórunn Guðmundsdóttir, byggður á leikriti Beaumarchais, La mère coupable. Leikstjórn sem og dans og sviðshreyfingar: Ágústa Skúladóttir. Búningar- og leikmynd: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir. Búningar og leikmunir: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Sólrún Hedda Benedikz. Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson. Söngvarar: Gunnlaugur Bjarnason (Fils Caron/Beaumarchais/Raffaello Fígaró), Björk Níelsdóttir (Maria Theresa/Súsanna), Þórhallur Auður Helgason (Lindoro Almaviva greifi), Guðrún Brjánsdóttir (Rósína Almaviva greifynja), Erla Dóra Vogel (Leon), María Konráðsdóttir (Florestine), Halldóra Ósk Helgadóttir (Annina), Hafsteinn Þórólfsson (Kristófer Krapp), Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir (Karólína Krapp), Karl Friðrik Hjaltason (Vilhjálmur), Sigrún Hedda Benedikz (Marcellina), Davíð Ólafsson (Bartolo), Vera Hjördís Matsdóttir (Barbarina), Tinna Þorvalds Önnudóttir (Cherubino), Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Elín Bryndís Snorradóttir, Emilie Anne Jóhannsdóttir Salvesen, Halldóra Ósk Helgadóttir, Ninna Karla Katrínar, Þórunn Guðmundsdóttir (ástkonur greifans). Hljómsveitarútsetning: Hrafnkell Orri Egilsson. Tíu manna hljómsveit. Konsertmeistari: Gróa Margrét Valdimarsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Sólveig Sigurðardóttir. Frumsýnt í Gamla bíói 6. febrúar 2025, en rýnt í sýninguna 23. febrúar 2025.

Frábær „Þetta var hreint út sagt frábær sýning í alla staði og gildir þá einu hvar ber niður,“ segir í rýni. Gunnlaugur Bjarnason, Björk Níelsdóttir og Karl Friðrik Hjaltason eru hér í hlutverkum sínum í óperunni Hliðarspor.
— Ljósmynd/Red Illumination
Ópera
Magnús Lyngdal
Magnússon
Ég vissi satt best að segja hverju ég átti von á þegar ég gekk inn í Gamla bíó á sunnudaginn var en sýningin á Hliðarspori, nýrri íslenski óperu eftir Þórunni Guðmundsdóttur, kom mér sannarlega á óvart. Þetta var hreint út sagt frábær sýning í alla staði og gildir þá einu hvar ber niður.
Hliðarspor er ópera í fullri lengd, samin við framhaldið af Rakaranum í Sevilla og Brúðkaupi Fígarós og byggist þannig á þriðja leikritinu í þríleik Beaumarchais, sem fjallar um Fígaró, Almaviva greifa og fólk sem tengist þeim. Sagan gerist um það bil tuttugu árum eftir að Brúðkaupi Fígarós lýkur. Söguþráðurinn kann við fyrstu sýn að vera býsna flókinn en verkið lifnar við á sviðinu, ekki
...