
Auðun Svavar Sigurðsson
Veður eru nú válynd í öryggismálum Evrópu. Rússar hafa herjað í þrjú ár á sjálfstætt og fullvalda ríki Úkraínu í þeim tilgangi að sölsa landið undir sig. Nýr forseti Bandaríkjanna hefur undanfarna daga gefið út yfirlýsingar, sem túlka mætti sem ógn við samstarf og samstöðu ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á sama tíma situr hér ríkisstjórn sem setur á oddinn að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB) og Viðreisnarforystan lætur enga „krísu“ sér úr hendi falla til að til að ná sínu takmarki að koma Íslandi í ESB og kallar eftir að „Evrópa þétti raðirnar“, þótt allir viti að ESB er gjörsamlega máttlaust í varnar- og öryggismálum. Þetta vissu Svíar og Finnar og gengu í NATO. Hér þarf ábyrga forystu – ég treysti Áslaugu Örnu til að standa þá vakt.
Nú þegar vælumenningin (wokeism) hefur misst
...