Tveimur aukasýningum á verkinu Skeljar hefur verið bætt við en í tilkynningu segir að það sé vegna mikillar eftirspurnar. Sýningarnar verða í Ásmundarsal í kvöld, 27. febrúar, og á morgun, 28
Leikverk Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson í hlutverkum.
Leikverk Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson í hlutverkum. — Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Tveimur aukasýningum á verkinu Skeljar hefur verið bætt við en í tilkynningu segir að það sé vegna mikillar eftirspurnar. Sýningarnar verða í Ásmundarsal í kvöld, 27. febrúar, og á morgun, 28. febrúar, báðar kl. 20. Miðasala fer fram á tix.is. „Gagnrýnendur eru á einu máli um að það má enginn láta verkið fram hjá sér fara, það er því um að gera að næla sér í miða sem allra fyrst,“ segir í tilkynningunni.

Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Þorgeir Tryggvason, gaf sýningunni fjórar stjörnur og sagði m.a.: „Verðskuldar alla athygli þeirra sem unna listrænni fágun og sýn ungra og efnilegra skálda á eilífu viðfangsefnin: ást, hamingju, hlutverkin sem við leikum í lífinu og mikilvægi þess að hlusta á raddirnar í höfðinu.“