
Stella Samúelsdóttir fæddist 27. febrúar 1975 í Reykjavík og ólst upp í Heiðargerði í Smáíbúðahverfinu.
Hún gekk í Skóla Ísaks Jónssonar og svo Hvassaleitisskóla. Þaðan fór Stella í Menntaskólann við Hamrahlíð og útskrifaðist árið 1995 af félagsvísindabraut. Hún stundaði síðan nám í mannfræði og lauk BA-gráðu frá HÍ árið 1999. Stella fór í framhaldsnám í alþjóðasamskiptum og hagfræði við bandarískan háskóla, The Johns Hopkins University (SAIS), en sótti námið í Bologna á Ítalíu. Hún tók svo í framhaldinu gráðu í opinberri stjórnsýslu við HÍ og seinna verkefnastjórnun frá Endurmenntun HÍ.
Starfsferill Stellu síðastliðin 20 ár hefur verið í þróunarmálum og mannréttindum. „Ég starfaði í fimm ár hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Malaví árin 2004-2009, mest í félagslegum verkefnum, hafði m.a. yfirumsjón með fullorðinsfræðslu- og
...