Guðmunda Vigdís Jack fæddist 24. mars 1929. Hún lést 14. febrúar 2025.

Útför hennar fór fram 24. febrúar 2025.

Elsku amma mín. Þá fékkstu að kveðja eftir langt og gott líf. Og minningarnar eru margar og góðar. Allar heimsóknirnar til þín og afa á Tjörn á Vatnsnesi og seinna á Borgarholtsbrautina í Kópavogi, þar sem alltaf var líf og fjör. Öll þau skipti sem ég hef gist hjá þér í Gullsmáranum þegar ég var í heimsókn frá Akureyri eða Danmörku. Öll þau skipti sem þú hefur tekið mér, fjölskyldu minni og þá sérstaklega börnunum mínum opnum örmum. Öll jólaboðin í Gullsmáranum með hangikjöti, heimagerðum ís, jólasveinum og dansi. Hjá þér leið mér alltaf vel, þar fannst mér ég vera heima.

Það sem mér þótti einna vænst um var sá mikli og góði tími sem ég varði við skrif á æviminningum þínum í bókinni Vigdís

...