Fasteignafélagið Heimar áformar umtalsverða uppbyggingu á lóð sinni við Ofanleiti 2 sem er í næsta nágrenni við svokallaðan Kringlureit. Umrædd lóð er á horni Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. Á lóðinni stendur húsið Ofanleiti 2, þar sem verkfræðistöfan Verkís er til húsa

Byggingarreitur Lóðin er á horni Listabrautar og Kringlumýrarbrautar. Borgarleikhúsið er til vinstri á myndinni.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fasteignafélagið Heimar áformar umtalsverða uppbyggingu á lóð sinni við Ofanleiti 2 sem er í næsta nágrenni við svokallaðan Kringlureit.
Umrædd lóð er á horni Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. Á lóðinni stendur húsið Ofanleiti 2, þar sem verkfræðistöfan Verkís er til húsa. Það er fimm hæðir.
Á lóðinni á móti, Ofanleiti 1, stendur hús Verslunarskóla Íslands.
Það eru SEN&SON arkitektar Íslandi ásamt Hille Melbye arkitektum í Noregi sem sent hafa fyrirspurn til Reykjavíkurborgar vegna fyrirætlana lóðarhafans Heima. Verkefnastjóra skipulagsfulltrúa var á fundi 6. febrúar falið að gefa umsögn um
...