
Arctic Hydro hf. hefur hug á að byggja allt að 5 megavatta vatnsaflsvirkjun með 119 metra fallhæð í Þorvaldsdal sem liggur upp af Árskógssandi í Dalvíkurbyggð, við vestanverðan Eyjafjörð, um 10 kílómetrum sunnan við Dalvík. Áformar Dalvíkurbyggð breytingu á deiliskipulagi til að greiða fyrir þessum áformum og eru þau kynnt í skipulagsgátt.
Ætlunin er að virkjunin verði tengd dreifikerfi Rarik og tengist spennistöð fyrirtækisins við Stærri-Árskóg um 400 metra langan jarðstreng.
Framkvæmdin felur í sér byggingu stíflu og stöðvarhúss, lagningu vegaslóða og aðrennslispípu sem áætlað er að verði 3,7 kílómetra löng. Þótt virkjunin sé einungis tilkynningarskyld hefur framkvæmdaaðili þó ákveðið að meta umhverfisáhrif virkjunarinnar og tilkynnt Skipulagsstofnun um þá málsmeðferð. Farið verður í mat á umhverfisáhrifum, einkum vegna
...