Við í Norðvesturkjördæmi getum sérstaklega fagnað framboðinu því fáir ráðherrar hafa sinnt landsbyggðinni af jafn miklum krafti og Áslaug Arna gerði í ráðherratíð sinni.
Brynhildur Einarsdóttir, Flateyri
Brynhildur Einarsdóttir, Flateyri

Það voru tíðindi þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í upphafi árs að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Um leið markaði það upphaf tímamóta og kaflaskila í sögu Sjálfstæðisflokksins.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um næstu helgi en hann er jafnframt stærsta samkoma stjórnmálaafls í landinu. Þar koma saman rúmlega tvö þúsund Sjálfstæðismenn af öllu landinu til að móta stefnu flokksins og kjósa sér nýja forystu. Nú hafa tveir öflugir frambjóðendur boðið sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Annar þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og geta flokksmenn svo sannarlega fagnað framboðinu því hér fer fram einn kraftmesti, atorkusamasti og duglegasti þingmaður okkar Íslendinga. Árangurinn sem hún hefur náð á vettvangi stjórnmálanna síðastliðinn áratug er aðdáunarverður.

Við

...