Að ýkja þýðir að gera of mikið úr einhverju. „Ég er það myndarlegur að ég þarf ekki að ýkja, fólki nægir að sjá mig.“ Í Ísl. beygingarlýsingu er ekki boðið upp á miðmynd: að „ýkjast“, en hún sést og heyrist og virðist meiningin a.m.k

Að ýkja þýðir að gera of mikið úr einhverju. „Ég er það myndarlegur að ég þarf ekki að ýkja, fólki nægir að sjá mig.“ Í Ísl. beygingarlýsingu er ekki boðið upp á miðmynd: að „ýkjast“, en hún sést og heyrist og virðist meiningin a.m.k. stundum vera að magnast, færast í aukana, eitthvað „sé að ýkjast“, „geti ýkst“.