Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir umræðuna um upptöku annars gjaldmiðils hafa verið háværa fyrir 10-15 árum. Sú umræða hafi ekki verið jafn hávær upp á síðkastið. „Ég held að það sé alveg skiljanlegt ef maður skoðar gengi krónunnar
Hafsteinn G. Hauksson
Hafsteinn G. Hauksson

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir umræðuna um upptöku annars gjaldmiðils hafa verið háværa fyrir 10-15 árum. Sú umræða hafi ekki verið jafn hávær upp á síðkastið.

„Ég held að það sé alveg skiljanlegt ef maður skoðar gengi krónunnar. Það hefur til dæmis sveiflast mjög lítið gagnvart evru og hefur verið á mjög stöðugu bili undanfarin ár. Til dæmis hafa verið minni sveiflur en í gengi norsku og sænsku krónunnar. Þannig að ég held að rökin fyrir upptöku annars gjaldmiðils séu ekki jafn sterk núna og þau voru fyrir 15 árum,“ segir Hafsteinn.

Ráðherra vant við látinn

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var sagður vant við látinn næstu daga

...