„Þeirra ósk var sú að ég myndi setjast niður með fjármálaráðherra og samgönguráðherra, til að ræða leiðir til að draga úr því sem þeir telja að valdi þeim skaða,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í samtali við Morgunblaðið
Skemmtiferðaskip Útgerðir skemmtiferðaskipa eru óánægðar með innviðagjald, sem leggst á farþega skipanna sem hingað koma, og vilja breytingar.
Skemmtiferðaskip Útgerðir skemmtiferðaskipa eru óánægðar með innviðagjald, sem leggst á farþega skipanna sem hingað koma, og vilja breytingar. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Þeirra ósk var sú að ég myndi setjast niður með fjármálaráðherra og samgönguráðherra, til að ræða leiðir til að draga úr því sem þeir telja að valdi þeim skaða,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Hún fundaði í gær með fulltrúum útgerða skemmtiferðaskipa sem vilja að innviðagjald sem leggst á farþega skipanna þegar þau eru í höfn hér á landi eða á tollsvæði ríkisins verði endurskoðað.

Segist Hanna Katrín munu setjast niður með ráðherrunum til að fara yfir málið, ásamt því að safna gögnum um stöðu mála og hvort um sé að ræða afbókanir farþega skipanna í stórum stíl sem vinni gegn markmiðum innviðagjaldsins. Eðlilegt sé að skoða hvort hægt sé að þrepaskipta gjaldinu, líkt og óskað hefur

...