Landsfundarfulltrúar á leið á landsfund Sjálfstæðisflokksins: Veljum framsækinn og spennandi formann.
Björn Skorri Ingólfsson
Björn Skorri Ingólfsson

Björn Skorri Ingólfsson

Ég er stoltur Sjálfstæðismaður og skammast mín ekki fyrir að vera í flokknum sem trúir á einstaklingsfrelsið, öflugt atvinnulíf, að fólk geti orðið það sem það hefur getu til að verða og það án þess að ríkið sé flækjast fyrir því. Við viljum líka hjálpa fólki sem verður undir í lífinu að komast áfram og geta lifað stolt sem manneskjur.

Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn í apríl 2024 þar sem ég trúi því að stefna hans og lífssýn sé það rétta fyrir Ísland í dag og til framtíðar. Margir hafa hváð við þessari ákvörðun minni og jafnvel gefið í skyn að ég sé orðinn alveg snarklikkaður.

Áslaug Arna er sú manneskja sem ég trúi að geti tekið Sjálfstæðisflokkinn áfram inn í framtíðina og leitt flokkinn til nýrra tíma; hafið hann aftur upp sem mjög góðan kost sem fólk vil kjósa og treysta til

...