Fimmta lagið á fyrstu plötu textasmiðsins og lagahöfundarins Jóhannesar Stefáns Ólafssonar hæstaréttarlögmanns er væntanlegt á streymisveitunni Spotify í byrjun mars en stefnt er að því að öll átta lögin verði komin í streymi í vor og þá verði vínilplata fáanleg
Tónlistarmaður Jóhannes S. Ólafsson er bæði texta- og lagahöfundur.
Tónlistarmaður Jóhannes S. Ólafsson er bæði texta- og lagahöfundur.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fimmta lagið á fyrstu plötu textasmiðsins og lagahöfundarins Jóhannesar Stefáns Ólafssonar hæstaréttarlögmanns er væntanlegt á streymisveitunni Spotify í byrjun mars en stefnt er að því að öll átta lögin verði komin í streymi í vor og þá verði vínilplata fáanleg. „Ég lamaðist 1. desember síðastliðinn, einungis þremur dögum eftir upptöku á söngnum í laginu „Sestu hjá mér“ sem ég samdi til Sigrúnar konu minnar, en þá hafði ég sem betur fer klárað upptökur á hinum sjö lögunum af plötunni Oak in the Snow,“ segir hann.

Tónlist hefur fylgt Jóhannesi frá barnsaldri. Hann byrjaði snemma að spila á píanó og fljótlega bætti hann gítarnum við. „Ég spilaði í hljómsveitum og kom fram á mörgum stöðum; á börum, í brúðkaupum og víðar, en gaf

...