Á síðasta fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkur var samþykkt að stofna samráðsvettvang um fjármál og rekstur íþróttafélaga. Draga þurfi úr líkum á því að rekstur meistaraflokka í boltagreinum geti stefnt rekstri sjálfra félaganna í tvísýnu og þar með grafið undan barna- og unglingastarfi

Grafarvogur Dalhús, Íþróttamiðstöð hverfisins. Þar er Fjölnir með öfluga starfsemi. Sömuleiðis er starf í Egilshöll.
— Morgunblaðið/Kristinn
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á síðasta fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkur var samþykkt að stofna samráðsvettvang um fjármál og rekstur íþróttafélaga.
Draga þurfi úr líkum á því að rekstur meistaraflokka í boltagreinum geti stefnt rekstri sjálfra félaganna í tvísýnu og þar með grafið undan barna- og unglingastarfi.
Kveikjan að stofnun samráðsvettvangsins er fjárhagsvandræði sem Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi rataði í og kallaði á tafarlausar aðgerðir.
Fulltrúar fyrri meirihluta í borginni, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokksins, lögðu tillöguna fram um stofnun samráðsvettvangsins.
...