Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur kost á sér til varaformennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fer fram nú um helgina. Þetta kom fram í tilkynningu Diljár á félagsmiðlum í gær
Framboð Diljá Mist Einarsdóttir.
Framboð Diljá Mist Einarsdóttir. — Morgunblaðið/Hallur Már

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur kost á sér til varaformennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fer fram nú um helgina.

Þetta kom fram í tilkynningu Diljár á félagsmiðlum í gær.

Fram að því hafði aðeins Jens Garðar Helgason, þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, gefið kost á sér, svo ljóst er að kosið verður bæði um formann og varaformann á landsfundi. Kosning til æðstu embætta hefst kl. 11.30 á sunnudag og ættu úrslit að verða ljós í hádeginu.

Diljá Mist er lögmaður að mennt og hefur setið á Alþingi síðan 2021. Þar hefur hún meðal annars gegnt formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd, en einnig

...