
Meiddur Heiðar Ægisson fagnar marki í leik með Stjörnunni.
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Knattspyrnumaðurinn Heiðar Ægisson spilar ekkert fyrir uppeldisfélagið sitt Stjörnuna á komandi leiktíð þar sem hann er með slitið krossband og verður frá keppni næstu tíu mánuðina eða svo. Fótbolti.net greindi frá í gær.
Heiðar varð fyrir meiðslunum í leik Stjörnunnar gegn OB frá Danmörku í æfingaferð liðsins á Spáni. Hann er 29 ára bakvörður sem hefur verið hjá Stjörnunni allan ferilinn fyrir utan árið 2022 er hann var leikmaður Vals.