
Séra Steinunn Anna Baldvinsdóttir hefur verið valin til að gegna starfi prests við Seljakirkju í Breiðholti.
Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur lét nýlega af störfum og gerðist framkvæmdastjóri Herjólfs.
Steinunn Anna fæddist árið 1991 og er uppalin í Seljahverfi. Hún er dóttir hjónanna Baldvins Bjarnasonar og Kristínar Jónu Grétarsdóttur. Hún er einstæð tveggja barna móðir og býr með börnum sínum, Sverri Valdimar níu ára og Selmu Kristínu tveggja ára, í Seljahverfi.
Hún tók stúdentspróf frá félagsfræðibraut Kvennaskólans í Reykjavík. Að því loknu lá leiðin í guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Þaðan lauk hún BA-gráðu í guðfræði og mag. theol.-gráðu í sömu grein 2024.
Steinunn Anna hefur frá árinu 2014 starfað í Seljakirkju, fyrst sem kirkjuvörður
...