
Chambéry Sveinn Jóhannsson flytur til Frakklands í sumar.
— Morgunblaðið/Eyþór
Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður í handknattleik, yfirgefur norska toppliðið Kolstad í sumar eftir eins árs dvöl. Hann hefur samið við franska félagið Chambéry til þriggja ára, eða til sumarsins 2028. Sveinn er 25 ára gamall línumaður, á 17 landsleiki að baki og lék áður með Minden í Þýskalandi, Skjern og Sönderjyske í Danmörku, ÍR og Fjölni. Chambéry er í þrettánda sæti af sextán liðum í Frakklandi, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.